Site icon Fitness.is

Óþvegnir ávextir fækka sáðfrumum

sadfrumaSáðfrumum getur fækkað um allt að 50% hjá þeim sem borða grænmeti og ávexti sem hafa ekki verið þvegin vegna leyfa af skordýraeitri sem er á hýðinu. Það voru vísindamenn við Harvardháskóla sem rannsökuðu 155 karlmenn sem skráðu sig í umhverfis- og frjósemisrannsókn á þeirra vegum. Vísindamennirnir lögðu mat á magn skordýraeiturs með því að miða við tölfræði frá Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna um skordýraeitur. Karlar sem borðuðu einn og hálfan skammt af ávöxtum eða grænmeti sem mengað var af skordýraeitri komu mun verr en aðrir út úr sáðfrumutalningum, heilbrigði sáðfruma og magni. Rannsóknin þykir sýna mikilvægi þess að þvo ávexti og grænmeti vandlega áður en þeirra er neytt.
(Human Reproduction, vefútgáfa 30. mars 2015)(Nature, 515, (7527) 108-126, 2014)

Exit mobile version