Site icon Fitness.is

Orkudrykkir eru kaffi á sterum

muscle shaped man at gym relaxed drinkingÓhófleg neysla orkudrykkja eins og Redbull geta valdið hjartsláttaróreglu, svefntruflunum, blóðþrýstingsvandamálum auk þess sem blóðsykurstjórnun fer norður og niður. Þetta fullyrða Læknasamtök Bandaríkjana. Athygli eftirlitsstofnana hefur í auknum mæli beinst að orkudrykkjum vegna koffíneitrunar sem fylgir of mikilli neyslu. Orkudrykkir eru á vissan hátt kaffi á sterum. Magn koffíns er gríðarlega mikið og því eru þessir drykkir taldir varasamir, sérstaklega í bland við áfengi. Ekki er ráðlegt að fólk drekki meira en 500 mg af koffíni á dag. Margir orkudrykkir innihalda rúmlega 200 mg af koffíni í dósinni. Þessir drykkir geta gagnast við að örva æfingar íþróttamanna, en einungis ef það er í hófi.

(Journal American Medical Association, vefútgáfa 19. desember, 2012)

Exit mobile version