Rauðrófusafi hefur fengið mikið lof undanfarið vegna rannsókna sem benda til að nítratið sem í honum er auki þol, bæti blóðflæði og lækki blóðþrýsting. Fjölmargar nýlegar rannsóknir benda til að rauðrófusafinn sé mjög hollur fyrir hjarta- og kransæðakerfið. Þegar í líkamann er komið breytist nítratið í nítrít sem síðan breytist í nituroxíð sem er mjög rokgjarnt.
æskilegast ER að borða rauðrófur og spínat, ekki bætiefni
Nituroxíðið myndast innan á æðaveggjum og hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfið en hér á við að allt er best í hófi. Ofneysla á nítrötum hefur nefnilega neikvæð áhrif.
Ryszard Pluta er vísindamaður á eftirlaunum sem starfaði við taugaskurðdeild Heilbrigðisstofnunarinnar Bandaríkjanna. Hann yfirfór útgefið efni varðandi rannsóknir á þessu sviði og komst að þeirri niðurstöðu að of mikið magn af nítrati getur valdið bólgum, lifrarskemmdum og nokkrum tegundum krabbameina.
Rauðrófusafinn hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting, vöðvaefnaskipti og blóðflæði en þörf er á frekari rannsóknum til að kanna áhættuna af ofneyslu í gegnum mataræðið og fæðubótarefni.
Æskilegast er að fá nítrat úr fæðunni með því að borða rauðrófur og spínat vegna þess að þau innihalda andoxunarefni eins og C-vítamín, karoteníð, fenólsýru og betalín.
(Reviews on Recent Clinical Trials, 11:135-140, 2016)

