Site icon Fitness.is

Öðlastu innri ró

Hægt er að draga úr sársauka og einkennum uppþanins meltingarkerfis með því að stunda hugleiðslu. Með því að læra slökun og að leyfa streytuvaldandi hugsunum að líða hjá er hægt að öðlast mun meiri vellíðan. Þetta fullyrða vísindamenn við Norður-Karolínuháskólann eftir að hafa gert rannsókn á þessu fyrirbrigði. Þeir halda því fram að hugarró dempi taugaveiklun sem er kveikjan að einkennum bólgins ristils og einkenna sem varða meltingarkerfið.

(Reuters Health)

Exit mobile version