Á næsta ári verður haldið Norðurlandamót Alþjóða-líkamsræktarsambandsins hér á landi. Dagsetning liggur ekki fyrir en líklegt þykir að mótið komi til með að fara fram seint í október og verði haldið í Reykjavík.Einar Guðmann sem situr í stjórn Norðurlandaráðs Alþjóðasambands líkamsræktarmanna gerir ráð fyrir að þessi tímasetning komi til með að verða fyrir valinu þar sem Fitnesshelgin fer fram páskahelgina 22-23. mars 2008. Hin norðurlöndin halda flest sín opnu mót um það leyti og fram í apríl. Sjálf landsmót norðurlandana fara fram í október. Gera má ráð fyrir að þeir keppendur sem koma til með að ná góðum árangri á Íslandsmótinu um páskana 2008 keppi fyrir okkar hönd á Norðurlandamótinu. Þegar dagsetning á Norðurlandamótinu liggur fyrir verður það tilkynnt hér á fitness.is.
Norðurlandamót í fitness og vaxtarrækt á Íslandi 2008
