Site icon Fitness.is

Mysuprótín lækkar blóðþrýsting og kólesteról

Dánartíðni karla og kvenna á Íslandi vegna hjartasjúkdóma hefur dregist saman um 40% frá árinu 1996. Góðar fréttir, en engu að síður eru hjartasjúkdómar ennþá ein algengasta dánarorsök landsmanna. Helst ber að þakka betri árangri í neyðarviðbrögðum við hjartaáföllum og heilsusamlegri lifnaðarháttum.

Tveir helstu áhættuþættirnir fyrir kransæðasjúkdómum eru of hár blóðþrýstingur og hátt kólesterólgildi í blóði. Ákveðin lyf geta dregið úr þessum áhættuþáttum en margir velja að sleppa þeim vegna aukaverkana.

Vísindamenn við Readingháskólann í Bretlandi komust að því að fólk sem drekkur tvo prótínhristinga með mysuprótíni á dag minnkar hættuna á að fá hjartaáfall og heilablóðfall um 8% í samanburði við fólk sem drakk gervihristing án prótíns.

Uppskriftin að hristingunum var 56 grömm af mysuprótíni sem blandað var í vatn. Mysuprótínið dró úr þríglyseríðum, slagbils- og þanþrýstingi (3 til 5 mmHg) og stuðlaði að heilbrigðari æðum. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á jákvæð áhrif mysuprótíns. Mysuprótín í bland við erfiðar æfingar og niðurskurð í hitaeiningum lækkar fituhlutfall og stuðlar að léttingu.


(American Journal of Clinical Nutrition, vefútgáfa 261016)

Exit mobile version