Í megindráttum eru áherslur dómara í módelfitness þær að í samanburði við fitnessflokka er mun minni áhersla er lögð á vöðvamassa og skurði og horft er sérstaklega til fegurðar. Byrjað var að keppa í módelfitness hérlendis 2006, en 2011 varð grein sem nefnd er á enskunni Bikini fitness viðurkennd keppnisgrein innan Alþjóðasambands líkamsræktarmanna – IFBB. Reglurnar í módelfitness hér heima og bikini fitness erlendis eru hinar sömu.
Einungis er keppt í kvennaflokki í þessari keppnisgrein og ef keppt er í unglingaflokki er miðað við að eiga 18 ára afmæli á keppnisárinu. Einnig er keppt í flokki 35 ára og eldri og er sömuleiðis miðað við afmælisárið.
Keppnisflokkar í módelfitness
- -163 sm
- -168 sm
- -171 sm
- +171 sm
- unglingaflokkur
- 35 ára og eldri.
Leitað er að keppendum sem bera það með sér að vöxturinn sé tilkominn vegna íþróttaiðkunar, limaburður fallegur og sýnt er fram á hæfileika til fyrirsætustarfa. Keppendur eiga að sýna fram á fallega kvenlega líkamsbyggingu, hóflega stæltan sem og fallega tónaðann og samræmdan vöxt. Húðlitur sé hóflega brúnn, ekki of dökkur.
Sigurvegarinn sem leitað er að verður væntanlega sá keppandi sem býr yfir öllum þessum kostum og ætti í kjölfarið að eiga möguleika á fyrirsætustörfum sem tengjast líkamsræktargeiranum.
Lota 1. Blandað bikiní
Lota 2. Blandað bikiní – úrslit
Sömu dómforsendur og í lotu 1. Sex efstu keppendur flokksins fara í T-göngu og samanburð. Stigagjöf byrjar aftur á núlli.
Dómarar leggja eins og áður sagði áherslu á mjög hóflegan vöðvamassa og skurði en leitað að fallegum kvenlegum línum. Áhersla er lögð á fallegar, kvenlegar línur. Um leið og vöðvaskil fara að verða áberandi verða þau ekki keppandanum til framdráttar í módelfitness.
(uppfært 7. janúar.2014)
Módelfitness kvenna