Site icon Fitness.is

Mataræðið fer með mannorðið!

Það er ýmislegt sem fær menn til þess að mynda sér skoðanir á öðru fólki. Þegar 290 manns voru beðnir um að lýsa helstu eiginleikum í persónuleika tveggja manna sem áttu allt sameiginlegt nema það hvað þeir borðuðu, þá var einkennilegt hvað fólki fannst líklegt að myndi einkenna persónuleika þeirra út frá mataræðinu einu saman.Þessi rannsókn var gerð við Háskólann í Arizona nýlega. Fólkið var beðið að ímynda sér hvernig persónuleika maður hefði sem borðaði ávexti, salat, heilhveitibrauð, kjúkling og kartöflur. Hann átti að vera þolinmóður, siðferðilega réttsýnn, einkvænismaður, góðhjartaður og dyggðugur. Ekki afleitt að vera álitinn svona persónuleiki einungis út frá mataræðinu! Sá sem borðaði hinsvegar steik, franskar kartöflur, salthnetur og ís var hinsvegar í minni metorðum en sá heilsusamlegi. Hann var álitinn vera þröngsýnn, lauslátur, grimmur og tillitslaus.

Exit mobile version