Site icon Fitness.is

Margrét Gnarr verður atvinnumaður

Margrét Edda Gnarr heimsmeistarari í módelfitness.

Yfirstjórn IFBB hefur formlega staðfest að Margrét Edda Gnarr sem nýverið varð heimsmeistari verði samþykkt sem atvinnumaður hjá IFBB, alþjóðasambandi líkamsræktarmanna. Eins og fram hefur komið er Margrét fyrsti íslendingurinn sem á kost á að gerast atvinnumaður hjá alþjóðasambandinu. IFBB er íþróttasamband sem starfar í 188 löndum og meira eða minna allir þekktustu fitness- og vaxtarræktarmenn heimsins keppa á vegum sambandsins. Samkvæmt reglum alþjóðasambandsins hafa eingöngu handhafar atvinnumannaskírteinis heimild til þess að koma fram fyrir hönd fyrirtækja og kynna vörur eða þjónustu og taka þátt í atvinnumannamótum. Helstu tekjur atvinnumanna felast því í samningum sem gerðir eru við hin ýmsu fyrirtæki í líkamsræktariðnaðinum auk þess sem peningaverðlaun eru oft í boði á atvinnumannamótum.

Margrét mun væntanlega stefna á keppni á atvinnumannamóti á næsta ári.

Um IFBB

Exit mobile version