Site icon Fitness.is

Lyf virka mun betur með mat

Vísindamenn við háskólann í Chicago hafa komist að því að áhrif lyfja á mannslíkamann getur aukist um allt að 325% eftir því hvernig mataræðið er.Þeir komust að því ef krabbameinslyfið lapatinib var tekið með mat, en ekki á fastandi maga jókst virkni þess um 167%. Ef máltíðin innihélt talsverða fitu urðu áhrifi n 325% meiri. Ef lyf eru tekin með mat væri líklega hægt að draga úr skammtastærð um allt að 40%. Þetta hefur mikið að segja þar sem þarna er verið að tala um áhrif á raunverulega virkni og þar af leiðandi gætu sjúklingar náð sér á allt að helmingi skemmri tíma. Það fylgir hinsvegar sögunni að það sé afar varasamt fyrir sjúklinga að ætla að stjórna eigin lyfjagjöf. Lyfjaskammtar þurfi ávallt að ákvarðast í samráði við lækni.

Exit mobile version