Site icon Fitness.is

Levsín er öflugt vefaukandi bætiefni

Madur með pillurLevsín er amínósýra sem stuðlar að nýmyndun prótíns í vöðvum og hamlar niðurbroti vöðva. Amínósýran virkar sem efnafræðilegur ræsir fyrir það ferli sem nýmyndun prótína felur í sér. Beta-hydroxy-beta-methylbutyrate (HMB) er skiptiefni (metabolite) fyrir levsín amínósýruna. Breskir vísindamenn við Heilbrigðis- og læknaskólann í Derby komust að því að HMB örvar nýmyndun prótína á svipaðan hátt og levsín en dró um leið úr niðurbroti vöðva á svipaðan hátt og lefsín. Þess ber þó að geta að það eru ekki allar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að HMB hafi áhrif á frammistöðu íþróttamanna.
(Journal of Physiology, 591: 2911-2923, 2013)

Exit mobile version