Site icon Fitness.is

Levsín amínósýran leikur lykilhlutverk í viðhaldi líkamans

verkjalyf_pillur_LargeLevsín er amínósýra sem eins og aðrar amínósýrur er uppbyggingarefni prótíns. Samkvæmt endurskoðun útgefinna rannsókna sem framkvæmd var af vísindamönnum við landbúnaðarráðuneytið í Kína er hún einnig mikilvæg fyrir efnaskipti prótína og fitu. Hlutverk hennar er að virkja svonefnt mTOR efnaskiptaferli sem er afar mikilvægt fyrir nýmyndun vöðva. Ennfremur hvetur hún til stækkunar hvatbera sem eru orkumiðstöðvar innan frumna og skipta miklu máli fyrir frumuheilbrigði og langlífi þeirra. Levsín er sérstaklega mikilvæg amínósýra fyrir aldraða, konur með börn á brjósti og þá sem eru á hitaeiningalágu mataræði. Líkamsræktarfólk ætti að taka levsín bætiefni til að auka vöðvamassa og skera niður fitu.
(Frontiers in Bioscience, Landmark, 20: 796-813, 2015)

Exit mobile version