Site icon Fitness.is

Kyrrseta er beinlínis lífshættuleg

KonaSitjandiÞol minkar um 27% við það að liggja útaf í rúmi í þrjár vikur án þess að setjast upp. Með því að standa eða sitja í klukkustund á dag dró úr þoltapinu um einungis 3%.

Rannsóknir við Mayo Heilbrigðisstofnunina í Minnesota hafa sýnt að með því að standa og hreyfa sig reglulega yfir daginn er líklegra að blóðsykurinn haldist í jafnvægi og menn fitna síður.

Letilíf uppi í sófa eykur hættuna á ótímabærum dauða um 37% meðal kvenna og 17% meðal karla. Það að sitja mikið er mjög óheilsusamlegt jafnvel þrátt fyrir að fólk æfi rösklega á hverjum degi.

Frá náttúrunnar hendi er það ekki heppilegt fyrir okkur mannfólkið að sitja mikið. Við eigum að vera á sífelldri hreyfingu allan daginn og forðast kyrrsetu eftir fremsta megni. Þeir sem vinna skrifstofuvinnu ættu því að nota hvert tækifæri til að standa upp og ganga eftir því sem kostur er.
(New Scientist, 29. júní 2013)

Exit mobile version