Íslandsmeistari IFBB í fitness, Kristján Samúelsson er á forsíðu októbereintaks Body sem er eitt vinsælasta líkamsræktartímaritið í Skandinavíu. Kristján sigraði á alþjóðlegu móti í Svíþjóð á síðasta ári og fór í myndatökur í kjölfarið.Að sögn Kristjáns er hann að stefna þessa dagana á að keppa um páskana á Íslandsmótinu í fitness. Kristján er við nám í Árhúsum í Danmörku og áætlar að hann muni hefja undirbúning sinn í byrjun desember.
Kristján Samúelsson á forsíðu Body
