Sykurát er vissulega heilbrigðisvandamál en kolvetni eru ekki öll sköpuð eins. Við þurfum kolvetni – sérstaklega þegar við ætlum að gera okkar besta í æfingum.
Rannsókn sem gerð var í Brasilíu sýndi fram á að kolvetnalágt mataræði dró úr heildarkrafti í vöttum og þoli hjá heilbrigðum og vel þjálfuðum karlmönnum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni upplifðu hinsvegar átökin á sambærilegan hátt. Mönnum líður semsagt ekki endilega verr á kolvetnalágu mataræði en æfingagetan er hinsvegar minni. Ekki láta segja þér annað en að borða kolvetni þegar æfingar eru annars vegar. Sykurát er vissulega heilbrigðisvandamál en kolvetni eru ekki öll sköpuð eins. Við þurfum kolvetni – sérstaklega þegar við ætlum að gera okkar besta í æfingum.
(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, 24: 532-542, 2014)