Site icon Fitness.is

Koffín er fljótvirkara á karla en konur

Þorri almennings fær koffínskammt á hverjum degi með ýmsu móti. Ef það er ekki með kaffi- eða tedrykkju, þá með súkkulaði eða gosdrykkjum sem innihalda koffín. Flestir drekka kaffi eða te til þess að hressa sig við þegar þreyta eða sljóleiki segir til sín.Afar persónubundið er hversu mikil áhrif koffín hefur. Líkamsstærð, kyn og þol ræður þar mestu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við Háskóla Barcelona á Spáni hefur koffín bæði fljótvirkari og meiri áhrif á karla en konur. Vísindamennirnir mældu skammtímaáhrif og langtímaáhrif. Skammtímaáhrif voru skilgreind sem áhrif innan hálftíma, en langtímaáhrif teljast áhrif sem vara það sem eftir er dags. Úrtakið var 700 háskólanemar. Ljóst var af niðurstöðunum að kaffi jók árvekni innan 45 mínútna og að áhrifin voru meiri í körlum en konum. Áhrifin stóðu í 2-3 tíma hjá flestum en allt að 10-12 tíma hjá óléttum konum og fólki með lifrarsjúkdóma. Koffínlaust kaffi jók einnig árvekni þó áhrifin væru minni en af venjulegu kaffi.
(Progress in Neuro-Psychoparm acology and Biological Psychiatry, 32: 1698 DO, 2008)

Exit mobile version