Site icon Fitness.is

Jóhann Norðfjörð dæmir í fyrsta skipti sem alþjóðlegur dómari

Jóhann og Rafael Santonja forseti IFBB

Það ríkir mikil gleði í loftinu meðal íslensku keppendana og fylgifiska þeirra á Evrópumóti Alþjóðasambands Líkamsræktarmanna  í fitness og vaxtarrækt sem fer fram um helgina í Santa Susanna á Spáni. Á mótinu eru tæplega 300 keppendur frá 38 löndum og alls eru á annan tug Íslendinga að keppa eða fylgjast með mótinu. Þau tímamót urðu á mótinu fyrir utan velgengni íslensku keppendana að Jóhann Norðfjörð sem tók alþjóðlegt dómarapróf í nóvember dæmir nú í fyrsta skipti sem alþjóðlegur dómari á mótinu. Að hans sögn hefur þetta verið frábær lífsreynsla og ótrúlega skemmtilegt að dæma á mótinu en Jóhann er einn af reyndustu íslensku dómurunum sem við eigum í dag.

Georg Garðarsson sem dæmt hefur á Íslandi í um áratug á fitness- og vaxtarræktarmótum er einnig staddur í Santa Susanna til þess að taka dómarapróf. Honum býður allt annað en auðvelt verkefni að standast prófið þar sem dómaraprófið felst m,a. í að dæma erfiðustu og stærstu flokkana á mótinu. Niðurstöður prófsins munu þó ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum, en Georg var bjartsýnn í upphafi ferðar, enda hafa svipuð vinnubrögð tíðkast í dómgæslunni hér heima og því ætti ekkert að koma á óvart.  Einn liður í því að efla líkamsrækt sem keppnisgrein hér heima er að stuðla að meiri þátttöku keppenda og dómara  í alþjóðlegum mótum og óhætt er að segja að Íslendingar hafi látið til sín taka á því sviði undanfarið.

Úrslit og nýjar flottar myndir eru komnar á ifbb.com

Exit mobile version