Íslandsmet voru slegin í öllum flokkum eftir spennandi baráttu. Pálmar Hreinsson varð Íslandsmeistari karla á tímanum 17:01 sem er 12 sek betri tími en hans eigið met. Valdís Hallgrímsdóttir sigraði bæði í flokki kvenna eldri en 39 ára og opnum flokki á tímanum 21:08 sem bætti eldra Íslandsmet hennar um 10 sek. Þorsteinn Hjaltason sigraði í flokki karla 39 ára og eldri á tímanum 19:35 sem var 36 sek betri tími en eldra Íslandsmet sem hann sjálfur átti,
Í liðakeppninni var keppnin óvenju spennandi. Liðið Bjargstelpurnar frá æfingastöðinni Bjargi á Akureyri byrjuðu á að bæta eldra Íslandsmet í kvennaflokki um 31 sek með tímanum 17:04, en skömmu síðar bættu Kiðlingarnir frá Ólafsfirði um betur og fóru í gegnum brautina á tímanum 16:40 sem er nýtt Íslandsmet. Liðið Nöldur og nagg sigraði í karlaflokki á nýju Íslandsmeti eftir harða baráttu við lið World Class á tímanum 14:46. Var það 35 sek betri tími en eldra Íslandsmet sem World Class gengið átti.
Myndir eru komnar í myndasafnið
PDF skjal með úrslitum er hér
PDF skjal með millitímum er hér
Keppnin þótti með endemum spennandi, enda voru liðin og einstaklingarnir jöfn og flestir höfðu bætt tímann sinn. Það að tækist að slá Íslandsmetin í öllum flokkum er mikið afrek og greinilegt að keppendur eru að nálgast það sem geta þeirra leyfir í þessari keppni. Sést það af því að tímarnir voru bættir um einhverjar sekúndur en fram til þessa hafa þau verið bætt í stærri stökkum. Það er því líklegt að keppendur séu að ná þeim staðli að bætingar tíma hér eftir verði erfiðari.
Fjallað verður nánar um keppnina á næstunni hér á fitness.is og í Fitnessfréttum.