Vísindamenn við Cambridgeháskólann í Bretlandi fundu tengsl á milli aukinnar virkni gena sem stjórna ónæmiskerfinu og köldustu mánuðana í árinu. Þeir báru saman breytingar á ónæmiskerfinu á tveimur stöðum í heiminum, Bretlandi og Gambíu í Afríku. Bólgur í líkamanum eru algengari yfir köldustu mánuðina en þær eru taldar tengjast versnandi efnaskiptaheilsu og hættunni á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Köldustu mánuðirnir eru því varasamari fyrir heilsuna en aðrir.
(Nature Communications, vefútgáfa 12 maí 2015)