Ýmis lyf hafa verið framleidd til að sporna við hárþynningu en þeim fylgja önnur vandamál. Minoxidil getur stuðlað að hárvexti en aukaverkanir geta falist í minni testósterónframleiðslu og þar af leiðandi minni kyngetu og þunglyndi er sömuleiðis ein af hugsanlegum aukaverkunum. Spurningin er því hvort það sé ekki bara betra af tvennu illu að leyfa hárinu að þynnast. Hægt er að gera þunnt hár minna áberandi með hinni klassísku en kannski hallærislegu aðferð að greiða yfir. Hárígræðslur geta orðið að gagni fyrir suma en kannski er besta lausnin falin í því sem þykir töff þessa dagana – að hreinlega raka allt af og leyfa skallanum að njóta sín. Við skulum ekki gleyma því að mörg vandamál eru bara til inni í hausnum á okkur. Þetta er því ekki endilega spurning um að breyta um greiðslu, heldur hugarfar.
(Harvard Women´s Health Watch, september 2014)