Site icon Fitness.is

Hugsanlegt að skortur á D-vítamíni dragi úr vöðvastyrk

Aldrað fólk sem mælist með mikið magn D-vítamíns býr yfir meiri vöðvastyrk í bæði efri og neðri hluta líkamans en þeir sem mælast með lítið magn. Vísbendingar eru sömuleiðis um að tengsl magns D-vítamíns og vöðastyrks í ungu sem eldra fólki. Christopher Gallagher við Creighton Háskólalæknamiðstöðina benti nýverið á að tengslin á milli D-vítamíns og vöðvastyrks séu óljós. Sambandið þarna á milli virðist háð aldri og lágmarksmagni D-vítamíns. Hjá öldruðum er erfitt að meta hvort aldur eða skortur á D-vítamíni sé ástæðan fyrir minni styrk. Nægilegt magn D-vítamíns er mikilvægt til þess að viðhalda vöðvamassa og styrk og það hefur mikilvægu hlutverki að gegna í nýmyndun prótína. Sumir heilbrigðissérfræðingar hafa komið fram með þá tillögu að þeir sem skortir D-vítamín ættu að fá 1000 til 2000 alþjóðlegar einingar af D-vítamíni á dag.

(Journal Clinical Endocrinology Metabolism, 97: 4366-4369, 2012)

Exit mobile version