Kalk og D-vítamín eru mikilvæg bætiefni sem forvörn gegn beinþynningu og beinbrotum, sérstaklega fyrir aldraðar konur. Ef marka má niðurstöður rannsóknar sem Inke Thiele og félagar við Sóttvarnastofnunina í Neuherberg í Þýskalandi gerðu nýverið má ætla að kalk geti aukið hættuna á hjartaslagi og heilablóðfalli. Alls tóku 1601 á aldrinum 60-80 þátt í rannsókninni sem sýndi fram á að kalk bætiefni auki hættuna á hjartsláttaróreglu sem getur aukið hættuna á hjartaslagi og heilablóðfalli. Tengsl voru hinsvegar á milli D-vítamíns og minni áhættu á æðasjúkdómum. Það var samdóma álit vísindamanna að þörf væri á frekari rannsóknum á kostum og ókostum kalks.
(Atherosclerosis, vefútgáfa 19. júní 2015)
Hugsanlegt að kalk í bætiefnum auki hættuna á hjartaslagi og heilablóðfalli
