Site icon Fitness.is

Helstu kostir kreatíns

Fosfókreatín endurnýjar byrgðir líkamans af ATP orkuefninu sem fær vöðva til að herpast saman. Byrgðir líkamans af kreatíni ráða miklu um getuna til að taka á og æfa undir miklu álagi og magn kreatíns hefur mikið að segja fyrir snerpu vöðvana. Þetta vinsælasta fæðubótarefni heims leikur því stórt hlutverk í íþróttum og æfingum. Kreatín-einhýdrat fæðubótarefni virka vel vegna þess að byrgðir fosfókreatíns í vöðvum aukast.

SÍFELLT BERAST FREGNIR AF NÝJUM RANNSÓKNUM SEM SÝNA FRAM Á AÐ KREATÍN EYKUR STYRK OG KRAFT, SÉRSTAKLEGA ÞAR SEM SNERPU ER ÞÖRF.

Spænskir vísindamenn hafa sýnt fram á að kreatín eykur kraft, styrk og flýtir fyrir endurnæringu vöðva hjá handboltamönnum. Þeir fengu 20 mg á dag af kreatín-einhýdrati í fimm daga. Þeir þyngdust og náðu framförum í mögulegum fjölda lyfta fram að uppgjöf í bekkpressu og hálfbeygjum, kraftur jókst í bekknum og hnébeygjum, spretthraða, endurteknum sprettum og stökkhæð – miðað við samanburðarhóp sem ekki fékk kreatín.

Kreatín hafði engin áhrif á þol og lítil áhrif á styrk í efri hluta líkamans samkvæmt þessari rannsókn sem er nokkuð athyglisverð þar sem íþróttamennirnir fengu kreatín í einungis fimm daga.
(Med Sci Sports Exerc, 34: 332-343)

Exit mobile version