Site icon Fitness.is

Helga Ólafsdóttir

Helga Ólafsdóttir
Helga Ólafsdóttir

Nafn: Helga Ólafsdóttir
Fæðingarár: 1981
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 163
Þyngd: 54
Keppnisflokkur: Fitness kvenna -163
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/HelgaHerblife
Atvinna eða skóli: Er ekki í vinnu eins og er

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Byrjaði nú bara að lyfta janúar 2012, hafði aldrei gengið inní almennilegan lyftingarsal áður, Hafði gaman af spinning og hafði áður prufað Crossfit. Mér fannst strax gaman að lyfta og sjá líkamann mótast. Ég var svo spurð um sumarið hvort ég vildi ekki bara prufa að keppa í Fitness, eitthvað sem ég ætlaði mér aldrei að gera. En ákvað að slá til og sé ekki eftir því í dag.

Keppnisferill

Bikarmót IFBB nóvember 2012, 4 sæti.
Bikarmót IFBB nóvember 2013, 3 sæti.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Serrano
Fitness Sport
Sælan
Kjötbúðin

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég tek 7 morgunbrennslur. Lyfti 5x í viku með því seinni partinnn. Það hefur reynst mér best að lyfta bara súpersettum.

Hvernig er mataræðið?

Ég borða mest eggjahvítur, kjúkling og mikinn fisk, þá bara hvítann fisk og þorskur hefur reynst mér góður í þessum niðurskurði.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Matur

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Fyrir mótin núna 2014 hef ég einungis tekið 1 skeið af próteni á dag, annars bara matur.

Seturðu þér markmið?

Toppa fyrra form já.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Að eiga góða að sem skilja hvað maður er að ganga í gegnum. Það er alveg ótrúleg hjálp í því. Svo að hafa góðann aga sjálfur, það kemur manni í gegnum allt ferlið.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Fara eftir því sem þjálfarinn segir, þá gerast hlutirnir. Passa sig á nammidögum. Og hugsa vel um sig eftir mót.


Exit mobile version