Site icon Fitness.is

Heimsmeistaramótið í fitness er hafið

KeppendurHM2013KievNú eru keppendur og dómarar heimsmeistaramóts IFBB í Kænugarði að týnast í hús og í dag er fyrsti dagur heimsmeistaramótsins þegar fram fara tækni- og dómarafundir ásamt mælingum og skráningu keppenda. Íslenska liðið er vel stemmt fyrir mótið og er nú á lokaspretti undirbúningsins fyrir stóra sviðið en stelpurnar okkar stíga á stokk á laugardaginn kemur. Mótið virðist ætla að verða geysilega sterkt, stærstu stórstjörnur íþróttarinnar eru skráðar til leiks og ljóst að það getur allt gerst hjá okkar fólki sem er í gríðarlega góðu formi. Þær Karen Lind, Margrét Gnarr, Olga Helena og Auður Jóna eru fullar tilhlökkunar og mæta hér í sínu allra besta formi til þessa.

Jóhann Norðfjörð alþjóðadómari og liðsstjóri íslenska liðsins segist vera nokkuð bjartsýnn, en allt geti gerst á mótum sem þessu. Það megi heldur ekki gleymast að það eitt að klára undirbúning fyrir svona risamót sé stórsigur. Yfir 30 keppendur eru í flokkunum sem  íslensku keppendurnir keppa í. Það segir því sitt um styrkleika mótsins. Það að komast áfram í 15 efstu sætin yrði frábær árangur þar sem þær eru að keppa við sigurvegara annarra landa. Efstu þrír keppendur síðasta heimsmeistaramóts hafa allir gerst atvinnumenn og því er núna spurningin hverjar komi næst til með að fá tækifæri til að hasla sér völl á alþjóðlegu sviði líkamsræktar með atvinnumennsku.

„Íslensku stelpurnar eru án nokkurs vafa meðal þeirra allra bestu í heiminum svo það getur allt gerst hér í Kiev.“ segir Jóhann V Norðfjörð í samtali við Fitnessfréttir.

Umfjöllun IFBB um mótið er að finna hér.

Exit mobile version