Site icon Fitness.is

Heilbrigður lífsstíll stuðlar að heilbrigðu kynlífi

Risvandamál getur verið afleiðing hreyfingaleysis hjá karlmönnum. Langvarandi hreyfingaleysi veldur hrörnun efnaskiptakerfis líkamans sem aftur dregur úr blóðflæði til afar mikilvægra líkamsparta hvað kynlíf varðar. Er þar átt við lim karlmanna. Ef blóðflæði þangað er ekki eins og vonir stóðu til er illa komið fyrir mönnum. Risvandamál er hinsvegar algengt meðal karlmanna, sérstaklega þegar komið er yfir ákveðinn aldur og því eru margar rannsóknir gerðar á þessu sviði. Danskir vísindamenn komust nýverið að því að offita, vannæring, alkóhólneysla, mikið mjaðmamál, reykingar og hreyfingaleysi á það sameiginlegt að valda vandamálum í kynlífinu og lágri tíðni kynmaka hjá bæði körlum og konum. Óheilbrigður lífsstíll hefur þær afleiðingar fyrir konur að þær eiga erfiðara með að fá fullnægingu og finna frekar til við samfarir vegna minni slímmyndunar í leggöngum. Niðurstöður dönsku rannsóknarinnar sýndu að heilbrigður lífsstíll stuðlar að heilbrigðu kynlífi.

(Journal of Sexual Medicine, vefútgáfa maí 2011)

Exit mobile version