Site icon Fitness.is

Harpa Lind Þrastardóttir

Nafn: Harpa Lind Þrastardóttir
Fæðingarár: 1998
Bæjarfélag: Akureyri
Hæð: 162
Þyngd: 60
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna unglingafl
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/profile.php?id=1278017598
Atvinna eða skóli: Ég þjálfa fimleika og vinn hjá Vídalín veitingar í Golfskálanum á Akureyri. Ég er að klára 10 bekk.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég hef alltaf haft gríðalegann áhuga á hreyfingu og æfði fimleika í 11 ár, eða þar til vors 2012. Það sem mér fannst alltaf skemmtilegast að gera í fimleikunum voru styrktaræfingar. Eftir að ég hætti í fimleikum byrjaði ég að fara í ræktina og lyfta. Þá hafði ég verið mikið að skoða myndir af stelpum sem keppa í fitness og módelfitness og var það eitthvað sem ég vissi að mig langaði til þess að gera líka. Mér fannst rosalega gaman að sjá hvað ég náði fljótt árangri í ræktinni, fann hvernig ég styrktist enn meira og líkaminn tónaðist. Haustið 2013 keppti ég á mínu fyrsta móti í módel fitness og var það allt sem mig hafði dreymt um. Síðan þá hef ég verið enn ákveðnari og lagt enn meira að mér til þess að geta endurtekið allt ferlið.

Keppnisferill:

Bikarmót IFBB 2013

Hvaða mót eru framundan?

Íslandsmót IFBB 2014

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Snyrtistofa Gunnhildar, Snyrtistofa Pálu, Karisma snyrtistofa og Sillu neglur.
Síðan er það auðvitað þjálfarinn minn, Sigurður Gestsson, sem hefur hjálpað mér alveg rosalega í gegnum allt ferlið, bæði í líkamsbyggingu og með andlegu hliðina sem fylgir þessu sporti.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Þegar ég er ekki að æfa undir mót þá fer ég á 4-6 fótboltaæfingar á viku og reyni að lyfta 5 daga vikunnar.
Þegar mót er framundan hinsvegar, þá er það frekar misjafnt. Á þessu tímabili byrjaði ég að lyfta 4 sinnum í viku og tók brennslu með því, þá tók ég fætur og bak 2 sinnum í viku og síðan efri part 2 sinnum i viku.
Þegar fór að styttast á mót tók ég alltaf brennslu kl 6 á morgnana og lyfti 3 sinnum í viku og tek þá 1 sinni hendur, 1 sinni fætur og 1 sinni efrihluta og fætur blandað saman og alltaf smá brennsla efitr lyftingaræfingar.
Ég var á fullu í fótboltanum fyrstu 2 mánuðina en síðasta mánuðinn minnkaði ég alltaf smátt og smátt við mig til þess að vera ekki blá og marin fyrir mót.

Hvernig er mataræðið?

Ég byrjaði að taka alla daga eins þá borðaði ég:

1. Lýsi og prótein sem voru 160 he
2. Hafragraut og léttmjólk sem var 170 he
3. Hrökkbrauð með kotasælu og epli sem er 165 he
4. Skyr og epli sem er 254 he
5. Hrökkbrauð með léttsmurosti og glas af ávaxtasafa sem er 200 he
6. Kjúklingur, kjöt eða fiskur, hrisgrjón og nóg af grænmeti sem er 425 he

Þetta var allt saman 1375 he

Síðan breytti ég yfir í annað matarplan sem var 3 mismunandi dagar :

Dagur 1
1. Haframjöl, protein og hörfræolía
2. Proteinlummur
3. Túnfiskur í tómatsósu og grænmetissalat
4. Léttjógúrt og jarðaber (bláber)
5. Kjúklingur, hrísgrjón, blómkál og Brokkolí

Dagur 2
1. Haframjöl, protein og hörfæolía
2. Léttjógúrt og múslí
3. Soðinn fiskur , brokkolí og blómkál
4. skyr og epli
5. Kjúklingur, salat og kotasæla

Dagur 3
1. Hörfæolía og protein
2. próteinlummur
3. lax, blómkál og salat
4. Grísk jógúrt og jarðaber eða bláber
5. Skyr
6. Kjúklingur eða annað fitulítið kjöt, salat og kotasæla.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Scitec Nutrition, Protein Delite

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Tek alla daga 20 gr af próteini

Seturðu þér markmið?

Já, markmiðið mitt fyrir Íslandsmótið er að ná topp 6, síðan hef ég mikið verið að velta fyrir mér að prófa að færa mig yfir í fitness flokk en það mun bara allt koma í ljós.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Ég hlusta alltaf á lög í ræktinni sem hvetur mig áfram í öllu sem ég geri. Síðan skoða ég oft myndir af framförum mínum.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Andreia Brazier

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Ég held ekki upp á neinn sérstakan keppanda hér heima en ég lít mikið upp til Möggu Gnarr, Alexöndru Sifjar og Elvu Katrínar.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

ASAP Freg – Dump Dump
Riff Raff – Dolce & Gabbanap
DUBB – Determination
Drake – Trophies
Ed Sheeran & Passenger – No Diggity vs. Thrift Shop (Kygo Remix)

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Leggja sig alla fram við það sem þau taka sér i hendur og ekki vera að stressa sig yfir skurðinum eða yfir öðrum keppendum því stress hjálpar ekki !


Exit mobile version