Site icon Fitness.is

Handlóðaróður bestur fyrir bakið

Það er fátt sem gefur meiri heildarsvip á líkamann en það að hafa stórt og breitt bak. Margri hneigjast til að leggja höfuðáherslu á axlir, handleggi og brjóst þegar líkaminn er mótaður, en bakið sker oft úr um það hverjir hafi unnið heimavinnuna. Breitt og sterkt bak er ennfremur oft góð vísbending um hver heildarstyrkurinn er. Ein besta æfingin til þess að byggja gott bak á sem skemmstum tíma er framhallandi handlóðaróður. Sú æfing tekur einnig á tvíhöfðann og ýmsa vöðvahópa í kringum bakið. Framhallandi handlóðaróður er gerður þannig að þú heldur á handlóði fyrir framan þig, setur hnéð upp á bekk og styður þig með hinni hendinni við bekkinn. Lóðinu er síðan lyft jafnt og þétt upp að brjóstinu. Varast ber að rykkja. Lóðið er síðan látið síga niður og örlítið fram á við í upphafsstöðuna. Þessi æfing virkar ein og sér ótrúlega vel á bakið og ef hún er gerð rétt er fátt sem jafnast á við hana.

Exit mobile version