Fæðingarár: 1994
Bæjarfélag: Akureyri
Hæð:159
Þyngd: 56
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -163
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/gudrun.arndis
Atvinna eða skóli: Verkmenntaskólinn/Greifinn
Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?
Áhuginn hefur verið frá því að ég var u.þ.b 11 eða 12 ára en þá var mamma vinkonu minnar á fullu í fitness og við horfðum alltaf á, þá fyrst kviknaði áhuginn. Svo gerði ég það um páskana 2013 og gamall draumur rættist!
Keppnisferill: Ég hef keppt 1x áður á íslandsmeistaramóti IFBB 2013 í modelfitness -163.
Hvaða mót eru framundan?
Íslandsmeistaramót IFBB 2014, ekkert meira ákveðið enn.
Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?
Það munu vera Sigurður Gestsson þjálfarinn minn, en hann sér einnig um fæðubótaefnin mín og allt sem ég þarf til þess að ná sem bestum árangri.
Via-health-Stevia styrkir mig, en það er mjög gott að blanda dropunum þeirra í allskonar mat, allskonar brögð í boði.
Jónína Gísladóttir naglafræðingur á Akureyri ætlar að styrkja mig um neglur fyrir mótið.
Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?
Ég tek lyftingaræfingar á morgnanna + smá brennsla ef tími leyfir eftir á.
svo tek ég brennsluæfingu seinnipart dags (60-90 mín)
Hvernig er mataræðið?
Morgunmatur: hafrar og prótín
Millimál: prótín og eggjahvítur
Hádegismatur: kjúlli og grænmeti (oftast brokkólí og blómkál)
Millimál: Skyr 200 g dolla
Kvöldmatur: Master meal súpa.
Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?
Í niðurskurði tek ég inn brennslutöflurnar machine man (2 töflur á dag) og CLA green tea (2 töflur á dag) bæði frá activlab. Svo nota ég prótín frá SciTec 🙂 Stundum tek ég líka inn ZMA fyrir svefninn.
Seturðu þér markmið?
Já, en þau eru alltaf að ég geri mitt besta, toppi fyrra form, vitandi það að ég hefði ekki getað gert neitt meira til þess að ná árangrinum mínum!
Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?
Ástæðan fyrir því afhverju ég byrjaði og hversu mikið mér hefur farið fram hvetur mig nánast alltaf áfram.
Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?
Veit ekki alveg hver er uppáhalds en Nathalia Melo er alltaf glæsileg!
Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?
Það mun vera Elva Katrín Bergþórsdóttir, sem er einnig besti æfingarfélagi landsins 😉
Uppáhalds lögin í ræktinni?
Yfirleitt finnst mér best að hlusta á eitthvað sumarlegt og hresst, en stundum dettur maður í harðari gírinn líka haha, en það sem er helst á listanum eru:
Beyonce, Calvin Harris, Kanye, Macklemore, Rihanna, Rudimental, svo eru allskonar hvatningarræður og svona.