Site icon Fitness.is

Góð aðsókn að fyrirlestri um fæðubótarefni

Fyrirlestur um bætiefni og fæðubótarefni var 30. mars hjá Umhverfisstofnun. Um 50 manns hlýddu á fyrirlesturinn og spurningar og líflegar umræður fylgdu í kjölfarið. Fyrirlesturinn fjallaði um

Bætiefni og fæðubótarefni – reglugerðir og framtíðarskipan og var haldinn á Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Kynntar voru nýjar reglur Evrópusambandsins um fæðubótarefni, sem efnislega verða teknar upp á Íslandi, hvaða þýðingu þær munu hafa á framleiðslu, innflutning og dreifingu fæðubótarefna og hvernig eftirliti með fæðubótarefnum og bætiefnum verður háttað.

Glærur Steinars B. Aðalbjörnssonar, næringarfræðings, Umhverfisstofnun

Exit mobile version