Site icon Fitness.is

Giedré Grigaraviciuté

Giedré Grigaraviciuté
Giedré Grigaraviciuté

Nafn: Giedré Grigaraviciuté
Fæðingarár: 1991
Bæjarfélag: Árborg
Hæð: 161
Þyngd: 55
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -163
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/ggrige
Atvinna eða skóli: Vaktstjóri Olíuverslun Íslands

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég hef alltaf haft áhuga á heilbrigðum lífstíl og hreyfingu, bara síðan á unglingsárunum, æfði dans í smá tíma, elskaði íþróttir og hreyfði mig míkið. Árið 2008 eignaðist ég fyrsta barnið mitt og á þeirri meðgöngu náði ég ekki að passa mig á mataræðinu nógu vel og þyngdist yfir 30kg, hafði samt alltaf trú á sjálfri mér að ég gæti náð forminu aftur þrátt fyrir mikla þyngdaraukningu. Leið stuttur tími þar á milli og ég fór að æfa mig í lítilli stöð og þá tók ég aðalega brennslu 2x á dag og náði að léttast alveg svakalega og nánast í gömlu þyngdina mína árið 2009, en þá var engin styrkur í líkamanum og sérstaklega ekki maganum, mikil húð eftir!

Svo árið 2010 eignaðist ég yngsta son minn og þá gekk meðgangan aðeins betur og ég var komin í sömu þyngdina bara mánuð eftir barnsburð, fór aftur að hreyfa mig míkið og hugleiða lyftingar, skoða mig um og fá ráð hjá föður mínum sem hefur verið í þessum bransa í mörg ár og er þjálfari. Hann bjó til fyrsta æfingakerfið mitt og árið 2011 þá var ég farin að æfa mig svolítið og kanna þetta. Síðan í byrjun ársins 2012 eignaðist ég yndislegan vin (sem er algjör fitness upplýsingamiðstöð) og við fórum aðeins að lyfta saman og hann kenndi mér betur á lyftingar og ýmislegt þeim tengt. Mér leist svo svakalega vel á þetta að ég leyfði honum bara að ráða ferðinni og búa til öll æfingakerfin bara og við urðum geggjaðir ræktarfélagar. Þetta var svona- Act like a lady, train like a Boss dæmi með honum og ég varð algjör íþróttafrík.  Síðan tók ég mataræðið vel í gegn og prófaði sjálf að kötta aðeins í fyrra og þá kom þessi sýnilegi árangur á mér eftir allan þennan tíma eftir mikla vinnu og erfiði og einmitt þá fór ég að hugsa mig um að byrja að keppa, til að sjá hvað líkaminn kemst langt og hvað hann getur. Sjálfstæð vinna, agi og góður félagsskapur réð ferðinni.

Keppnisferill:

Íslandsmótið 2014 er fyrsta mótið mitt.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Ausrine Sadovskaja, yndislegur þjálfari sem ákvað að styðja mig allt að keppninni og bjó til matarkerfin mín fyrir það og ráðlagði mér ýmislegt við æfingarnar og Aron Kristinn Lýðsson félaginn minn. Ég væri klárlega ekki á leið uppá svið án þeirra.
Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?: Mér finnst persónulega skemmtilegast að lyfta þungum lóðum og massa mig, þannig uppbyggingin var mjög skemmtileg að þá hitaði ég upp með lóðum, tók færri sett, þungar lyftingar og væga brennslu í lokin. En til undirbúnings fyrir mót HIIT, fleiri æfingarsett og léttari lóð, supersett og góð 45mín. brennsla lok æfingu.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Amino Energy

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Tek tvær CLA um morguninn þegar ég vakna og 4 skeiðar af Amino Energy fyrir æfingu.

Seturðu þér markmið?

Set mér alltaf viss persónuleg markmið, það hjálpar mér til dæmis að halda mér við efnið í daglegu lífi og gott fyrir sjálfið.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Það eru fyrst og fremst börnin mín síðan yndislegustu bestu vinkonur mínar og auðvitað besti ræktarfélaginn minn!

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Ég á mér alveg nokkrar uppáhalds, er t.d. algjör Andreiu Brazier, Nataliu Melo og Larissu Reis fan.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Held að það sé elsku Margrét Gnarr, yndislegur persónuleiki.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Busta Rhymes – Why Stop Now (Explicit) ft. Chris Brown
Chris Brown – Look At Me Now ft. Lil Wayne, Busta Rhymes
Jennifer Lopez – Same Girl
Bob Sinclar feat. Pitbull, Dragonfly & Fatman Scoop – ‘ Rock The Boat
Pharrell Williams (ft. Daft Punk) – Gust of Wind (eh remix)

Annars fer soldið eftir dögum, hvort ég er að lyfta líka eða brenna og skapinu.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Hafa fulla trúa á sjálfum sér og geri sitt eigið besta, jákvæður hugur skiptir öllu máli!


Exit mobile version