Site icon Fitness.is

Geturðu haldið jafnvægi á einum fæti í 90 sek?

Prófaðu að loka augunum og halda jafnvægi á öðrum fæti í allt að 90 sekúndur. Það er erfiðara en virðist við fyrstu sýn og segir satt að segja mikið um formið sem þú ert í. Ef þú neyðist til að opna augun til þess að detta ekki er jafnvægisgetan í ökklanum ekki nægilega góð. Ef þú átt erfitt með þetta er líklegra en ekki að þú verðir frekar en fyrir meiðslum á hlaupum vegna þess að viðbrögð og jafnvægi eru ekki að standa sig þegar þú ert við það að detta. Þetta segir því nokkuð til um viðbragðsgetuna þegar á reynir.

Hægt er að þjálfa sig upp í að geta staðið á einum fæti þetta lengi. Ef þetta reynist þér erfitt ættirðu að prófa að gera æfinguna daglega í nokkrar vikur og þá ætti tíminn smátt og smátt að lengjast sem þú getur staðið með augun lokuð á einum fæti.

Exit mobile version