Site icon Fitness.is

Fyrsta Íslandsmótið í vélróðri

Samhliða Fitneshelginni var haldið fyrsta Íslandsmótið í róðri á Concept2 róðravélum í Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppnir þessar eru gríðarlega vinsælar í Bretlandi en þar voru 2700 keppendur á síðasta landsmóti. Ekki var keppendafjöldinn í íþróttahöllinni nálægt þessum fjölda, en þeir sem kepptu náðu ágætum tíma í þessari skemmtilegu keppnisgrein.Tímar urðu sem hér segir: 500 metra róður 1. Arnaldur Birgir Konráðsson 1.22,9 2. Orri Einarsson 1.25,4 3. Guðmundur Guðmundsson, 1.33,3 2000 m róður 1. Kjartan Hauksson 6.45,2 2. Arnaldur Birgir 6.45,5 3. Guðlaugur B. Aðalsteinsson 6.56,4 Tímarnir sem náðust í þessari fyrstu keppni lofa góðu þar sem bresku metin eru ekki utan seilingar ef svo má segja. Í 2000 metra keppninni eru metin um hálfri mínútu betri eftir því hver aldursflokkurinn er, en keppt er í mörgum aldursflokkum og einnig tveimur þyngdarflokkum fyrir hvern aldursflokk. Fróðlegt er að skoða bresku metin með því að skoða síðuna hér að neðan: http://www.concept2.co.uk/racing/records_british.php?s=m Flestar æfingastöðvar eiga í dag þessar vélar, en þeir sem vilja kynna sér þær betur geta hringt í Sigurð Gestsson í síma 462 5266.

Exit mobile version