Site icon Fitness.is

Fyrsta atvinnumannamótið í fitness og vaxtarrækt á Norðurlöndunum

Sigurvegarar IFBB Nordic Pro keppninar sem haldin verður í Lahti í Finnlandi 31. Mars 2012 eiga kost á að gerast atvinnumenn hjá IFBB. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskum keppendum gefst tækifæri til að gerast alvöru atvinnumenn í fitness eða vaxtarrækt. Ísland má senda ákveðinn fjölda keppenda á mótið og líklegt er að þeir komi úr hópi þeirra sem keppa á bikarmótinu.

Leiðin að atvinnumannaleyfinu er hinsvegar þyrnum stráð. Haldnar verða þrjár keppnir sama daginn og ef vel gengur er möguleiki á að standa uppi sem atvinnumaður að kvöldi. Fyrsta keppnin er landskeppni þar sem sigurvegari þeirrar keppni heldur áfram í Scandinavian Amateur Bodybuilding Grand Prix keppnina sem er fyrir vaxtarræktarmenn sem eru léttari en 212 pund (96,16 kg) og Scandinavian Body Fitness Cup sem er fitnesskeppni kvenna. Sigurvegarar þessara tveggja keppna fá möguleika til að gerast atvinnumenn og keppa í þriðju keppninni sem fer fram sama daginn og er aðal keppnin. Það er The IFBB Nordic Pro vaxtarræktar karla í 212 flokki og Women Pro Figure sem er fitnesskeppni kvenna.

Einn og sama daginn gæti keppandi upplifað það að keppa á landsmóti að morgni, síðan á alþjóðlegu móti og loks í flokki atvinnumanna að kvöldi. Þetta fyrirkomulag er að hasla sér völl í amerískum sjónvarpsþáttum og er í anda Idol og The Apprentice þáttana. Sigurvegarinn mun líklega enda á sviðinu í atvinnumannakeppninni um Ólympíuhelgina í Las Vegas.

Exit mobile version