UM 25-50% KARLA HAFA HALDIÐ FRAMHJÁ.
Karlar sem halda framhjá maka sínum eru líklegri en aðrir til að deyja fyrir aldur fram úr hjartasjúkdómum samkvæmt niðurstöðum ítalskra vísindamanna undir stjórn Mario Maggi.
Niðurstöður þeirra félaga byggjast á endurskoðun eldri rannsókna.
Um 25-50% karla hafa haldið framhjá. Framhjáhald reyndist orsök margra brotinna sambanda. Framhjáhald er algengara hjá karlmönnum með hátt testósterón og stór eystu. Framhjáhald er sömuleiðis algengara hjá karlmönnum sem eru virkir í kynlífi.
Framhjáhald er ekki einungis hættulegt fyrir sambandið við makann. Samkvæmt niðurstöðum þeirra félaga er algengara en eðlilegt þykir að hinir svikulu makar látist um aldur fram vegna hjartaáfalls eða hjartasjúkdóma.
(Journal Sexual Medicine, vefútgáfa)