Site icon Fitness.is

Fljótandi fæðubótardrykkir virka vel til þess að fækka aukakílóunum

Fljótandi fæðubótarefni í formi hinna vinsælu prótíndrykkja sem koma í stað einstaka máltíða er góð leið til þess að losna við aukakílóin og halda þeim í skefjum. Þau virka vegna þess að þeir einfalda matartilbúninginn, óþarfi er að leggja mikla vinnu í að spekúlera í fjölda hitaeininga og vangaveltur um það hvað á að fá sér að borða eru úr sögunni.
Vísindamenn við Kólumbíuháskóla tóku saman gögn úr sex vönduðum rannsóknum og staðfestu eftir það gildi þessara fæðubótardrykkja fyrir léttingu og viðhald léttingar. Þeir sem notuðu fæðubótardrykkina léttust tvöfalt á við þá sem notuðu hina hefðbundnu aðferð að fækka hitaeiningum. Einnig tókst þeim betur að viðhalda þyngdartapinu. Álit vísindamannanna var að ein helsta ástæða þess að drykkirnir virka þetta vel sé sú að þeir virka sem stöðug áminning þess að borða ekki um of. Það að skipta út einungis einni máltíð á dag virkaði vel til léttingar og viðhélt henni.
(Int. J. Obesity, 27: 537-549, 2003)

Exit mobile version