Site icon Fitness.is

Fjögur Íslandsmót um helgina á Akureyri

Fitnesshelgin svonefnda á Akureyri er orðin fastur liður í Páskunum hjá líkamsræktarfólki. Stór helgi er framundan þar sem tæplega 100 keppendur keppa á fjórum Íslandsmótum sem fram fara á föstudag og laugardag.Metþáttaka er meðal fitnesskeppenda á Íslandsmótinu í fitness um helgina. Þar keppa 17 karlar og 31 kona. Á Íslandsmótinu í módelfitness keppa 7 konur og á Íslandsmótinu í vaxtarrækt keppa 22 keppendur. Nýjasta viðbótin við Fitnesshelgina er síðan Íslandsmótið í Kraftlyftingum sem haldið verður líka í Íþróttahöllinni á laugardeginum. Þar mæta flestir sterkustu jötnar landsins. Búist er við húsfylli í Sjallanum á föstudagskvöld, en úrslit Íslandsmótsins í vaxtarrækt, módelfitness og fitness kvenna sem eru eldri en 35 ára hefst þar klukkan 20.00. Á laugardeginum hefst úrslitakeppni Íslandsmótsins í fitness klukkan 18.00 í Íþróttahöllinni. Hægt er að kaupa miða á alla viðburðina í forsölu í Vaxtarræktinni í ÍÞróttahöllinni en miðaverð er eftirleiðis: Forkeppni föstudag kr. 500,- Úrslit og forkeppni föstudag kr. 1.500,- Úrslit laugardag kr. 1.500,- Hægt er að kaupa heildarmiða á alla helgina á kr. 2.500,-

Exit mobile version