Site icon Fitness.is

Fitubrennsla er meiri á fastandi maga fyrir æfingu

Nú liggur fyrir hvers vegna það er skynsamlegt að vakna snemma og fara á æfingu með tómann maga.

Kolvetni eru helsti orkugjafi líkamans við æfingar sem fara yfir 65% hámarksgetu í átökum. Viðtekin venja er að flestir íþróttamenn sem keppa í átakamiklum keppnisgreinum borði mikið af kolvetnum daginn fyrir keppni og í síðustu máltíðinni fyrir keppni. Spurningin er hvort ráðlegt sé fyrir þá sem ætla að léttast að nota sömu aðferð?

Vísindamenn við Háskólann í Bath undir stjórn Dylan Thompson og Yung-Chih Chen komust að því að fitubrennsla jókst ef fastað var í 12 tíma frekar en 2 tíma áður en farið var í rösklegan klukkustundar göngutúr. Máltíð tveimur klukkustundum fyrir gönguferðina hafði þannig ekki jafn mikil áhrif á fitubrennslu og fasta.

Æfingar að morgni til fyrir morgunverð skila því meiri árangri í fitubrennslu ef hún er markmiðið.
(American Journal of Physiology Endocrinology Metabolism, vefútgáfa 14. mars 2017)

Exit mobile version