Samhengi er á milli offitu og lágs testósteróngildis hjá karlmönnum. Hófleg offita – ef hún er til – eykur insúlínviðnám sem eykur virkni glóbúlíns sem bindur karlhormón og dregur úr heildarmagni testósteróns í líkamanum. Mikil offita hefur truflandi áhrif á testósterónmagn líkamans sem stjórnast af undirstúku heilans, skjaldkirtlinum og kynkirtlunum. Tengslin á milli offitu og lágs testósteróns er ekki varanlegt. Með því að stunda æfingar og léttast er hægt að efla efnaskiptaheilsu líkamans og um leið eykst testósterónmagnið. Vísindamenn við Háskólann í Melbourn í Ástralíu sem endurskoðuðu útgefnar rannsóknir komust að þeirri niðurstöðu að bætiefni sem eiga að hafa áhrif á testósterónmagn líkamans væru ekki skynsamleg lausn fyrir þá sem eru feitir með lágt testósteróngildi. Ákjósanlegra væri að bæta efnaskiptaheilsuna sem hækkar testósterónið á náttúrulegan hátt.
(Asian Journal of Andrology, vefútgáfa 16. desember 2013)