Marja Leena Lehtonen
Marja og Barbora í samanburði í -57 kg flokki kvenna í vaxtarrækt. Barbora sem er í bláu bikini á myndinni sigraði, en hún þykir hafa mun fitness-legri vöxt en fram til þessa hefur dugað til þess að sigra í vaxtarrækt.
Glæsileg parakeppni
Haldin var parakeppni samkvæmt gamalli hefð á vaxtarræktarmótinu. Þegar byrjað var að keppa í vaxtarrækt hér á landi var haldin parakeppni nokkrum sinnum en það var mikill missir af því þegar hætt var að keppa í þeim flokk. Keppnin býður upp á mikla möguleika í stöðum og framsetningu og stemningin var mjög góð allan tímann sem parakeppnin fór fram. Parið hér að ofan eru þau Barbora Mrazkova og Miroslav Cirpa frá Tékklandi. Reglurnar í parakeppnum eru hinar sömu og í vaxtarræktarkeppnum, en bæði konan og karlinn þurfa að vera góð til þess að ná langt. Stöður og samræmi í hreyfingum gilda mikið í dómum.
Fyrir miðju eru þau Miriam Peschlova og Juraj Vrabel frá Slóvakíu sem sigruðu í parakeppninni.
Josefa Sanchez frá Spáni var í þriðja sæti í þyngsta flokki kvenna.
c) Einar Guðmann 2000. Öll afritun óheimil nema með skriflegu leifi höfundar.