Fyrsta keppnin í módelfitness sem haldin hefur verið hérlendis fór fram undir fullu húsi í Sjallanum á Akureyri 14. apríl. Sigurvegari var Eva Lind Óskarsdóttir, Lajla Beekman varð önnur og Lísbet Hannesdóttir hafnaði í þriðja sæti.Þessi nýja keppnisgrein er frábrugðin fitness kvenna að því leyti að í dómgæslu er lögð áhersla á minni vöðvamassa og minni skurði en í hefðbundinni fitnesskeppni og fegurð og framkoma keppandans hefur stórt vægi. Einnig er ekki keppt í hindranabraut í þessari keppnisgrein. Alls kepptu 8 keppendur á þessu fyrsta Íslandsmóti í módelfitness og var mikil stemning í Sjallanum á Akureyri þegar úrslitin voru kynnt.
Eva Lind sigraði í módelfitness
