Nafn: Eva Lind Fells Elíasdóttir
Fæðingarár: 1992
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 163
Þyngd: 54
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -163
Heimasíða eða Facebook: http://facebook.com/eva.fells
Atvinna eða skóli: Háskólinn í Reykjavík
Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?
Ég hef alltaf verið í einhverskonar íþróttum frá því ég var lítil en svo byrjaði ég að vera dugleg að mæta í ræktina að lyfta í byrjun árs 2012. Áhuginn á því að keppa í módelfitness kom svo þegar ég fór og horfði á Íslandsmótið 2012. Ég keppti svo sjálf ári síðar, eða á Íslandsmótinu 2013. Mér finnst ótrúlega gaman að mæta í ræktina og lifa hollu líferni og ég leit á þetta sem áskorun á sjálfa mig að taka þá ákvörðun að keppa í módelfitness.
Keppnisferill:
Íslandsmót 2013
Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?
Konráð Valur Gíslason sér til þess að ég sé alltaf með spennandi æfinga- og matarplan fram að móti. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og maður fær einfaldlega ekki nóg! Hann er einnig maðurinn sem fær að svara öllum þeim spurningum sem koma upp í hugann í sambandi við niðurskurðinn og mótið og hann stendur sig bara frábærlega í að svara þeim.
Strákarnir í Sportlíf styrkja mig með fæðubótarefnum fyrir mót, lang bestu fæðubótarefnin og hagstæðustu verðin.
Þobbi á Sjoppunni sér alltaf um hárið á mér og ég er alltaf jafn ánægð hjá honum. Hann mun koma til með að lita hárið á mér og greiða mér fyrir mótið. Hann er algjör fagmaður á sínu sviði.
Þau í World Class voru svo yndileg að styrkja mig með korti í baðstofuna fram að móti, æðislegt að geta kíkt þangað eftir langan og strembinn dag.
Sólbaðstofan Sælan styrkir mig með ljósakorti til þess að ég gæti verið brún og sæt í niðurskurðinum
Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?
Í niðurskurði byrja ég daginn alltaf á því að taka morgunbrennslu í 45 mínútur og svo tek ég lyftingaræfinguna oftast seinni part dags. Ég skipti vikudögunum svona niður:
Mánudagur: Fætur
Þriðjudagur: Axlir, tvíhöfði og kviður
Miðvikudagur: Bak, þríhöfði
Fimmtudagur: Gluteus
Föstudagur: Axlir og kviður
Laugardagur: Hamstring og gluteus
Sunnudagur: Hvíldardagur
Hvernig er mataræðið?:
Mest allan niðurskurðinn borða ég það sama en þegar nær dregur að móti þá minnka ég kolvetnin í matarræðinu og góð og holl fita kemur inn í staðinn. Týpískur dagur í niðurskurði byrjar á því að ég fæ mér hálfa skeið af 100% whey próteini fyrir morgunbrennslu og svo heila skeið eftir hana. Morgunmaturinn er hafragrautur með próteini eða eggjahvítum. Í millimál get ég valið um skyr og ávexti eða 2 egg og 10 möndlur eða eggjahvítur, það fer eiginlega eftir því hversu langt er í mótið. Kvöld- og hádegismatur er svo fiskur eða kjúklingur, sætar kartöflur og fullt af grænmeti með. Fyrir lyftingaræfingu borða ég svo hafragraut með próteini ásamt því að fá mér eina skeið af próteini eftir æfingu. Fyrir svefninn fæ ég mér alltaf Casein prótein.
Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?: 100% Whey Prótein frá Scitec
Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?: Ég versla öll mín fæðubótarefni í Sportlíf.
Ég tek 100% Whey Prótein, Casein Prótein, Glútamín, Amino Magic, S.A.W preworkout og Carni Cannon brennslutöflurnar.
Seturðu þér markmið?
Já, mér finnst mjög mikilvægt að setja mér markmið og reyna eftir bestu getu að ná þeim. Með markmiðasetningu hefur maður að einhverju að stefna, sem er nauðsynlegt í þessu sporti. Ég set mér bæði skammtíma- og langtímamarkmið allt árið í kring og það hefur hjálpað mér gríðarlega með að ná þeim árangri sem ég hef náð í dag.
Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?
Það er nauðsynlegt að eiga góða fjölskyldu og góða vini því að dagarnir geta stundum verið erfiðir og tekið á, bæði líkamlega og andlega. Fjölskyldan og vinirnir taka 100% þátt í því sem ég tek mér fyrir hendur og ég er ótrúlega þakklát fyrir að eiga þau að.
Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?
Nathalia Melo er í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég lít mikið upp til hennar. Frábær keppandi og ótrúlega flott á sviðinu
Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?
Nr 1,2 og 3 er að hafa trú á sjálfum sér, því að ef maður hefur hana ekki þá getur maður ekki ætlast til þess að aðrir gerir það. Jákvæðni spilar líka stórt hlutverk hér, mér finnst það mjög mikilvægt að lýta alltaf á björtu hliðarnar og henda öllum neikvæðum eða leiðinlegum hugsunum út. Maður er að þessu fyrir sjálfan sig og engan annan og það er mjög mikilvægt að ferlið sé skemmtilegt og að manni líði ekki illa. Þetta snýst um að hafa gaman og gera sitt allra allra besta!