Ein spurningin sem oft heyrist í ræktinni snýr að því hvort betra sé að gera þolæfingar á undan eða eftir lóðaæfingu?
Portúgalskir vísindamenn komust að því að röð æfinga hafði engin áhrif á hitaeiningabrennslu eftir æfingu. Brennslan var metin með því að mæla súrefnisupptöku. Það sem skipti máli var að gera bæði þol- og styrktaræfingar. Gagnvart brennslunni skipti engu máli í hvaða röð æfingarnar voru teknar. Gerðu það sem þér þykir skemmtilegra – þannig aukast líkurnar á að þú haldir áfram að mæta í ræktina.
(Journal Strength Conditioning Research 25: 2843-2850, 2011)