Site icon Fitness.is

Engu skiptir fyrir heildarbrennslu hvort þolæfingar eru teknar á undan eða eftir æfingu

Æfingar skipta öllu máli gagnvart fitubrennslu vegna þess að þær eyða orkuforðanum sem liggur í formi fitu rétt eins og bílvél eyðir bensíni í bensíntanki. Eftir því sem æfingarnar eru meiri er brennslan meiri. Eftir því sem vöðvarnir eru stærri er brennslan meiri. Eftir því sem bílvélin er stærri er bensíneyðslan meiri –einfaldur boðskapur en oft misskilinn. Við brennum hitaeiningum sem leynast í aukakílóunum hraðar með æfingum en því að sitja heima í sófa.

Ein spurningin sem oft heyrist í ræktinni snýr að því hvort betra sé að gera þolæfingar á undan eða eftir lóðaæfingu?

Portúgalskir vísindamenn komust að því að röð æfinga hafði engin áhrif á hitaeiningabrennslu eftir æfingu. Brennslan var metin með því að mæla súrefnisupptöku. Það sem skipti máli var að gera bæði þol- og styrktaræfingar. Gagnvart brennslunni skipti engu máli í hvaða röð æfingarnar voru teknar. Gerðu það sem þér þykir skemmtilegra – þannig aukast líkurnar á að þú haldir áfram að mæta í ræktina.

(Journal Strength Conditioning Research 25: 2843-2850, 2011)

Exit mobile version