Site icon Fitness.is

Enginn féll á lyfjaprófi

Tekin voru sex lyfjapróf á Íslandsmóti IFBB í fitness sem haldið var um Páskana á Akureyri. ÍSÍ hefur haft umsjón með framkvæmd lyfjaprófana fyrir IFBB undanfarin ár enda starfar IFBB eftir alþjóðlegum reglum Alþjóða Ólympíunefndarinnar og WADA í lyfjaeftirliti.Keppendurnir sem fóru í lyfjapróf á Íslandsmótinu voru þau Kristján Samúelsson, Guðni Freyr Sigurðsson, Reynir Jónasson, Sigurbjörn Ingi Guðmundsson, Heiðrún Sigurðardóttir og Anna Bella Markúsdóttir. Öll sýnin reyndust neikvæð. Hérlendis er líklega engin íþróttagrein sem jafn mörg lyfjapróf eru framkvæmd í miðað við keppendafjölda eins og í fitness.

Exit mobile version