Það var Patrick Wilson við Háskólann í Nebraska sem komst að þessari niðurstöðu eftir greiningu á sjö rannsóknum sem sýndu fram á að tvö grömm af hreinu engifer draga úr strengjum og eymslum eftir æfingar og flýta fyrir orkuheimt vöðva.
Engifer hefur hinsvegar engin áhrif á vöðvahlutfall, efnaskiptahraða, styrk né æfingagetu. Áhrif engifers virðast nokkuð augljós en ekki er hægt að spá fyrir um langtímaáhrif þess á þrautþjálfaða íþróttamenn.
(Journal Strength Conditioning Research, vefútgáfa 11. júlí 2015)