Site icon Fitness.is

Efnaskipti aðlagast þyngdarbreytingum

Vaxtarræktarmenn fara oft niður í 5% fituhlutfall og fimleikafólk eða langhlauparar eru oft með innan við 14% fituhlutfall. Eric Trexler við Háskólann í Norður Karolínu og félagar komst að því að til þess að líkaminn léttist þarf að vera til staðar orkuvöntun sem verður til þess að efnaskiptakerfi líkamans reyna að viðhalda stöðugri þyngd. Breytingarnar verða á orkueyðslu líkamans og skilvirkni hvatbera (brennslustöðvar) í frumum eykst. Einnig verða breytingar á hormónakerfi líkamans. Það er því mikilvægt að íþróttamenn viðhaldi frekar jafnri líkamsþyngd og fái nægilega næringu til þess að jafna sig eftir mikil átök æfinga.
(Journal International Society Sports Nutrition, 11:7, 2014)

Exit mobile version