Site icon Fitness.is

Dauðsföll í íþróttum

ECG printout and stethoscopeAllir eru hvattir til að stunda íþróttir og hreyfingu og ekki þarf að hafa mörg orð um það hve gott íþróttaiðkun gerir okkur flestum. Af og til gerist það hinsvegar að einhver lætur lífið við íþróttaiðkun. Eðlilega er sorglegt þegar svo illa fer að einhver deyr við ástundun íþróttagreinar eða skömmu síðar vegna hjartastopps. Sem betur fer er sjaldgæft að þetta gerist. Talið er að meðal yngra fólks séu tilfellin 0.75 til 0.13 tilfelli af hverjum 100.000 á ári. Meðal miðaldra fólks koma upp sex tilfelli á ári af hverjum 100.000 manns sem deyja.
Oftast stafar hjartastopp af óreglulegu – gríðarlega hröðu hjartsláttartifi. Þetta getur verið arfgengt og hjá íþróttamönnum er stundum um að það að ræða að hjartað hefur stækkað en hjartahólfin sjálf eru lítil. Aðrar orsakir meðal ungs fólks geta verið óeðlilegar kransæðar, bólgur í hjartavöðvanum eða högg á brjóstið. Aðalorsök skyndilegs dauðsfalls af völdum hjartastopps meðal 35 ára og eldri er kransæðasjúkdómur. Kransæðasjúkdómar geta valdið skyndidauða hjá ungu fólki, sérstaklega meðal þeirra sem hafa fengið hátt kólesteról í arf.
Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvernig best sé að fyrirbyggja skyndidauða vegna hjartastopps hjá ungum íþróttamönnum. Sumir vilja leita að áhættuþáttum með ómskoðunum á meðan aðrir halda því fram að best og ódýrast sé að greina þá sem eru í áhættu út frá fjölskyldusögu og möguleikunum á að einhver hafi fengið þennan áhættuþátt í arf.
(Scientific News, 5. apríl 2014)

Exit mobile version