Site icon Fitness.is

Dagskráin um Fitnesshelgina 2006

Árið 2006 verður viðburðaríkt ár fyrir keppendur í fitness og vaxtarrækt. Dagskráin sem fyrir liggur á árinu er pökkuð af spennandi mótum hér heima sem og erlendis. Segja má að keppnisárið hefjist með stærsta innlenda viðburðinum sem fer fram um Páskana á Akureyri eins og undanfarin ár. Íslandsmótin í fitness og vaxtarrækt fara fram sömu helgina á Akureyri og haldin er samhliða því ný keppnisgrein sem nefnist módelfitness.Íslandsmótið í vaxtarrækt fer fram í Sjallanum að kvöldi föstudagsins langa sem er 14. apríl. Sama kvöld fer fram keppni í módelfitness. Daginn eftir fer fram Íslandsmótið í fitness karla og kvenna sem hefst með forkeppni að morgni og endar með úrslitum í Íþróttahöllinni að kvöldi.
Sjallanum föstudagskvöldið 14. apríl Keppt verður í öllum flokkum í vaxtarrækt ef næg þátttaka fæst. Eins og fjallað er um í annarri grein hér í blaðinu var gerð breyting á skiptingu í þyngdarflokka í vaxtarrækt á sl ári. Verður keppt samkvæmt því ásamt því að keppt verður í opnum flokki 40 ára og eldri. Í unglingaflokki verður keppt í tveimur flokkum sem skiptast á yfir og undir 75 kg. Á það við um alla keppnisflokka að ef færri en 3 skrá sig í einhverja flokka áskilja keppnishaldarar sér rétt til að sameina flokka þannig að menn fari á svið með næsta flokki fyrir ofan en verða samt dæmdir sérstaklega og fá sæti í sínum flokki.
Íþróttahöllinni Akureyri laugardaginn 15. apríl Keppt verður í þremur flokkum í fitness kvenna. Eins og undanfarið samanstendur keppnin af hinum hefðbundnu þremur samanburðarlotum auk hindranabrautar. Ætla má að sigurvegarinn og jafnvel næstu sæti þar á eftir muni halda til keppni á erlendri grundu á árinu. Keppt verður í kvennaflokki 35 ára og eldri og unglingaflokki Keppt verður í flokki 35 ára og eldri og unglingaflokki í fitness kvenna á Íslandsmótinu. Þegar er vitað um nokkra keppendur í flokki 35 ára og eldri sem ætla sér að keppa og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þeim gengur. Hugsanlega munu sigurvegararnir í báðum þessum flokkum halda á heimsmeistaramót þessara flokka sem haldið verður í nóvember á Ítalíu.
Íþróttahöllinni Akureyri laugardaginn 15. apríl Keppt verður í fitness karla eftir þeim reglum sem tóku gildi á síðasta ári. Taka þeir þá fimm stöður af þeim sjö sem vaxtarræktarmenn eru vanir að gera. Ennfremur munu þeir verða hæðarmældir og vigtaðir. Nýju reglurnar gera nefnilega ráð fyrir því að fitnesskeppendur megi ekki fara yfir ákveðin þyngdarmörk sem miðast við hæð þeirra út frá ákveðinni formúlu. Á Íslandsmótinu verður keppt í einum flokki í fitness karla, en engu að síður þurfa þeir að falla að formúlunni sem gildir fyrir þeirra hæð. Undir 170 CM flokkur: mesta leyfilega þyngd = hæð [cm] – 100 + 2 Dæmi: Keppandi sem er 172 cm á hæð má mest vera 74 kg. Undir 178 CM flokkur. mesta leyfilega þyngd = hæð [cm] – 100 + 4 Dæmi: keppandi sem er 178 cm á hæð má ekki vera þyngri en 82 kg. Yfir 178 CM flokkur: Mesta leyfilega þyngd = hæð [cm] – 100 + 6 Dæmi: keppandi sem er 180 á hæð má ekki vera þyngri en 86 kg. Þetta keppnisfyrirkomulag í fitness karla er komið til að vera í alþjóðlegum keppnum alþjóðasambandsins IFBB. Þannig hefur því opnast sá möguleiki fyrir keppendur í fitness að sækja ýmis erlend mót. Ekki er annað að sjá en að sú þróun sé hægt og bítandi að gerast að hætt verði að keppa í danslotu karla í fitness á erlendum vettvangi og í stað þess komi þessi keppnisflokkur til með að taka yfir.
Íslandsmótið í fitness 2006 Íþróttahöllinni Akureyri 15. apríl – Fitness kvenna – Fitness kvenna 35 ára og eldri – Fitness kvenna unglingaflokkur – Fitness karla – Fitness karla 40 ára og eldri – Fitness karla unglingaflokkur Íslandsmótið í vaxtarrækt 2006 Sjallanum Akureyri 14. apríl Karlaflokkar – Upp að og með 65 kg – Upp að og með 70 kg – Upp að og með 75 kg – Upp að og með 80 kg – Upp að og með 85 kg – Upp að og með 90 kg – Upp að og með 100 kg – Yfir 100 kg flokkur – Unglingaflokkur – Flokkur 40 ára og eldri Kvennaflokkar: – Undir 52 kg flokkur – Upp að og með 57 kg flokkur – Yfir 57 kg flokkur Módelfitness Sjallanum 14. apríl – Einn opinn flokkur

Exit mobile version