Site icon Fitness.is

D-vítamín gott fyrir heilsuna

DvitaminpillurLíkaminn myndar sjálfur D-vítamín sem viðbrögð við sólarljósi. Það er líka hægt að fá D-vítamín í gegnum fæðuna. Töluvert er af því í feitum fiski, sveppum og að sjálfsögðu bætiefnum. Það fer ýmislegt miður í líkamanum þegar við fáum ekki nægilega mikið af þessu mikilvæga vítamíni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að D-vítamínskortur komi niður á beinþéttni, vöðvaslappleika og framleiðslu líkamans á hormónum. Hið opinbera nefnir hinsvegar fyrst og fremst um beinþynningu þegar talað er um ágæti þessa vítamíns. Ljóst er að það er líka mikilvægt til þess að draga úr bólgum og hefur hlutverki að gegna fyrir vöðvavirkni. Kóreanskir vísindamenn hafa komist að því að þol minnkar þegar D-vítamínskortur verður í líkamanum og fituhlutfall hjá ungum karlmönnum með D-vítamínskort er hærra en hjá öðrum. Það má því færa rök fyrir því að hægt sé að efla líkamlegt form og draga úr áhættu gagnvart efnaskiptasjúkdómum með því að gæta þess að fá nægilega mikið af D-vítamíni, borða hollan mat og hreyfa sig.
(Medicine Science Sports Excercise, 46: 513-519, 2014)

Exit mobile version