Haldin hafa verið svonefnd barna-heimsmeistaramót í fitness en þar verður aldursmarkið upp að 15 ára aldri á árinu sem keppt er.
Þessar breytingar taka strax gildi hér á landi og eflaust breytir þetta einhverju fyrir suma keppendur sem gerðu ráð fyrir að fara í fullorðinsflokk á árinu. Undirritaður hefur ekki rekist á rökstuðning fyrir þessum breytingum sem samþykktar voru á síðasta þingi IFBB. Gera má ráð fyrir að einn kosturinn við að hækka aldursmarkið verði sá að það verði ekki jafn stórt stökk fyrir suma keppendur að fara úr unglingaflokki í fullorðinsflokk. Margir unglingar hafa gert hlé á keppni þar sem þeir hafa viljað mæta samkeppnishæfari í fullorðinsflokki.
Skráningarnar á Íslandsmótið um Páskana hafa tekið tillit til þessarar breytingar.